Álagning skatta

Miðvikudaginn 13. febrúar 2002, kl. 15:31:45 (4533)

2002-02-13 15:31:45# 127. lþ. 77.9 fundur 380. mál: #A álagning skatta# fsp. (til munnl.) frá fjmrh., JB
[prenta uppsett í dálka] 77. fundur, 127. lþ.

[15:31]

Jón Bjarnason:

Virðulegi forseti. Ég vil benda á að meðferð skattstjóra við svona álagningar hefur víðtækari áhrif. Þetta snertir líka allar tekjutengdar greiðslur. Við vorum t.d. áðan, virðulegi forseti, að fjalla um reglur Lánasjóðs íslenskra námsmanna og afborgunarhlutfall námslána. Það reiknast eftir innsendum gögnum frá skattstjóra um tekjur viðkomandi. Sú aðferð að aftengja eftir á virðist vera mjög seinvirk þannig að Lánasjóður íslenskra námsmanna t.d. getur verið með innheimtuaðgerðir hjá innheimtufyrirtækjum sínum þó að skatturinn hafi síðan verið leiðréttur. Það er því oft meiri háttar mál að fá slíkt leiðrétt.

Ég leyfi mér að spyrja hæstv. ráðherra: Eru engar meðalhófsreglur fyrir skattstjóra þegar þeir eru að áætla á einstaklinga eða að ætla þeim tekjur umfram það sem þeir hafa talið fram?