Virðisaukaskattsskyldur reikningur

Miðvikudaginn 13. febrúar 2002, kl. 15:45:16 (4538)

2002-02-13 15:45:16# 127. lþ. 77.10 fundur 381. mál: #A virðisaukaskattsskyldur reikningur# fsp. (til munnl.) frá fjmrh., JÁ
[prenta uppsett í dálka] 77. fundur, 127. lþ.

[15:45]

Jóhann Ársælsson:

Hæstv. forseti. Hv. fyrirspyrjandi hreyfir hér máli sem erfitt er mörgum í atvinnurekstri. Það er full ástæða til að velta því fyrir sér hvort ríkið eigi að ganga svo hart fram sem gert er. Ég tel að það mætti vel skoða hugmyndir t.d. um frestun á skilum virðisaukaskatts af þessum ástæðum. Menn mundu síðan skila sérstökum skilagreinum vegna frestunarinnar og sanna þannig greiðslur eða að viðkomandi krafa hafi ekki fengist greidd.

Alla vega finnst mér full ástæða til að menn fari yfir þessar reglur með það fyrir augum að reyna að koma á sanngjarnara umhverfi fyrir þá sem þurfa að skila virðisaukaskatti. Sannarlega eru þeir margir sem þurfa að þola mjög erfið mál hvað þetta varðar.