Álver á Reyðarfirði

Miðvikudaginn 13. febrúar 2002, kl. 18:30:36 (4555)

2002-02-13 18:30:36# 127. lþ. 77.14 fundur 471. mál: #A álver á Reyðarfirði# fsp. (til munnl.) frá iðnrh., GÁS
[prenta uppsett í dálka] 77. fundur, 127. lþ.

[18:30]

Guðmundur Árni Stefánsson:

Herra forseti. Hæstv. iðnrh. gaf hér merka yfirlýsingu í þá veru að ef samningar nást ekki við Norsk Hydro sé í engin hús að venda. Þá hefst þessi gangur mála algerlega upp á nýtt.

Það er óhjákvæmilegt að bera þetta að sumu leyti saman við þær misheppnuðu tilraunir sem átt hafa sér stað varðandi sölu á kjölfestuhlut í Símanum. Þar eru menn í nákvæmlega sömu stöðu.

Ég hvet hæstv. iðnrh. eindregið í ljósi reynslunnar --- því að málið er ekki að hefjast á þessu ári, ekki á síðasta ári, ekki á þarsíðasta ári --- til þess að huga nú að því að kynna þá valkosti sem til staðar eru fyrir fleiri aðilum. Ég minni á í þessu sambandi að tímafrestir hafa runnið út. Það er mjög hlaupandi hversu stór hlutdeild Norsk Hydro ætti að vera í verkefninu, svo ég tali nú ekki um það verð sem undir liggur.

Herra forseti. Ég hvet svo sannarlega hæstv. ráðherra til dáða ... (Forseti hringir.)