Ferjusiglingar Herjólfs milli Vestmannaeyja og Þorlákshafnar

Miðvikudaginn 13. febrúar 2002, kl. 18:48:09 (4563)

2002-02-13 18:48:09# 127. lþ. 77.16 fundur 409. mál: #A ferjusiglingar Herjólfs milli Vestmannaeyja og Þorlákshafnar# fsp. (til munnl.) frá samgrh., ÍGP
[prenta uppsett í dálka] 77. fundur, 127. lþ.

[18:48]

Ísólfur Gylfi Pálmason:

Herra forseti. Ég vil þakka þessa fyrirspurn og svar hæstv. samgrh. Ég á einnig fyrirspurn hér, næstu fyrirspurn, sem tengist þessu efni. Það er mjög nauðsynlegt að taka þessi mál upp á Alþingi vegna þess að samgöngur milli lands og Eyja eru afar viðkvæmt mál. Einungis Grímseyingar, hygg ég, búa við svipaðar aðstæður og Vestmanneyingar hvað þetta varðar. Greiðar samgöngur milli Vestmannaeyja og lands skipta höfuðmáli. Miklu máli skiptir fyrir Eyjabúa að búa við öryggi í þessum efnum. Þjónusta Herjólfs er mjög mikilvæg og gott er til þess að vita að ferðum fjölgi á milli lands og Eyja með Herjólfi. Við víkjum nánar og betur að þessu máli á eftir þegar kemur að fyrirspurn minni.