Óhefðbundnar lækningar

Miðvikudaginn 13. febrúar 2002, kl. 19:40:39 (4585)

2002-02-13 19:40:39# 127. lþ. 77.22 fundur 462. mál: #A óhefðbundnar lækningar# fsp. (til munnl.) frá heilbrrh., DrH
[prenta uppsett í dálka] 77. fundur, 127. lþ.

[19:40]

Drífa Hjartardóttir:

Herra forseti. Hæstv. ráðherra gat um þáltill. sem liggur fyrir þinginu. 1. flm. er hv. þm. Lára Margrét Ragnarsdóttir og erum við fleiri þingmenn meðflutningsmenn ásamt henni á þessari þáltill.

Það er mjög nauðsynlegt að gerð verði úttekt á þessum málum. Ég heyrði ekki annað en að hæstv. ráðherra væri því samþykkur. Það er mjög óraunhæft að ætla sér að hindra tilkomu nýrra meðferðarúrræða og í framtíðinni ættu að sjálfsögðu mismunandi form lækninga að geta farið saman. Læknar sem stunda hefðbundnar lækningar ættu að geta stundað það sem hér er kallað óhefðbundnar lækningar samhliða hefðbundnum lækningum.