Óhefðbundnar lækningar

Miðvikudaginn 13. febrúar 2002, kl. 19:42:48 (4587)

2002-02-13 19:42:48# 127. lþ. 77.22 fundur 462. mál: #A óhefðbundnar lækningar# fsp. (til munnl.) frá heilbrrh., ÁRJ
[prenta uppsett í dálka] 77. fundur, 127. lþ.

[19:42]

Ásta R. Jóhannesdóttir:

Herra forseti. Ég fagna þeirri yfirlýsingu hæstv. ráðherra í ræðu sinni að hann væri samþykkur því að setja á laggirnar nefnd til að vinna að úttekt í þessum málum eins og lagt er til í þáltill. sem liggur í heilbr.- og trn. og ég er meðal flutningsmanna að.

Við höfum verið að fjalla um málið í heilbr.- og trn. og það er alveg ljóst að það er orðið mjög brýnt að gerð verði úttekt á þessum málum. Fólk hefur verið að fara í nám í óhefðbundnum lækningum, það fær námslán en það fær ekki starfsleyfi. Við vitum að í ýmsum nágrannalöndum okkar er verið að kenna ýmsa þætti óhefðbundinna lækninga í viðurkenndum skólum og þess vegna er mjög brýnt að við gerum úttekt á þessum málum, samræmum réttindi og nám og sem sagt förum í þá vinnu sem lagt er til í þáltill. Ég býst við í framhaldi af þessu að málið verði afgreitt úr nefndinni á næstunni.