Óhefðbundnar lækningar

Miðvikudaginn 13. febrúar 2002, kl. 19:46:16 (4590)

2002-02-13 19:46:16# 127. lþ. 77.22 fundur 462. mál: #A óhefðbundnar lækningar# fsp. (til munnl.) frá heilbrrh., KF
[prenta uppsett í dálka] 77. fundur, 127. lþ.

[19:46]

Katrín Fjeldsted:

Herra forseti. Ég vil eins og aðrir þakka fyrir þessa fyrirspurn og vekja athygli á þáltill. sama efnis. Vitað er að fólk leitar sér hjálpar þar sem það telur hjálp að fá. Ótrúlega margir sjúklingar hafa leitað aðstoðar mjög víða og segja lækninum sínum ekkert endilega frá því.

Ég veit ekki hvort óhefðbundin meðferð eigi endilega að vera hluti af heilbrigðisþjónustunni. Kannski ætti þetta að heita óhefðbundin meðferð en ekki óhefðbundnar lækningar. Það mundi alla vega gera málið skýrara og taka ábyrgðina af heilbrigðisþjónustunni. Í Bretlandi og fleiri löndum --- ég bjó nú í Bretlandi um margra ára skeið --- er þetta mjög algengt og vinsælt meðal almennings. Þannig er það orðið hér á landi líka og það er staðreynd.