Náttúruminjar á hafsbotni

Miðvikudaginn 13. febrúar 2002, kl. 19:59:59 (4597)

2002-02-13 19:59:59# 127. lþ. 77.23 fundur 437. mál: #A náttúruminjar á hafsbotni# fsp. (til munnl.) frá umhvrh., KolH
[prenta uppsett í dálka] 77. fundur, 127. lþ.

[19:59]

Kolbrún Halldórsdóttir:

Herra forseti. Ég tek undir þakkir þær sem hér hafa verið látnar í ljós og fagna sérstaklega yfirlýsingu hæstv. umhvrh. um að náttúruverndaráætlun verði lögð fyrir Alþingi í haust.

Það er kannski ekki sanngjarnt í stuttri athugasemd að varpa fram spurningu en ég leyfi mér samt að varpa henni hér fram, svona yfir salinn. Það kom fram í máli hæstv. umhvrh. að það væri ekki tekið fram í friðun Breiðafjarðar að friðunin næði til hafsbotnsins. Væri kannski verkefni fyrir Alþingi að sjá til þess að svo verði? Ég tel einsýnt að hafsbotninn í kringum eyjarnar sé jafnmikils virði og eyjarnar sjálfar. Ég held að það sé sjálfsagt mál og kannski skylda alþingismanna að sjá til að friðunin nái alveg niður á botn.