Virkjun Jökulsár á Brú og Jökulsár í Fljótsdal

Fimmtudaginn 14. febrúar 2002, kl. 11:34:11 (4636)

2002-02-14 11:34:11# 127. lþ. 78.1 fundur 503. mál: #A virkjun Jökulsár á Brú og Jökulsár í Fljótsdal# frv., GunnS (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 78. fundur, 127. lþ.

[11:34]

Gunnlaugur Stefánsson (andsvar):

Herra forseti. Loksins er þetta frv. komið fram. Það er mjög mikilvægt að staðreyndir máls eins og þær geta legið fyrir séu skýrar. Í frv. segir að áætlað sé að fyrri áfangi álvers fari í rekstur árið 2006. En í umsögn Orkustofnunar segir á bls. 22 í frv. að áætlað sé að fyrri áfangi álvers fari í rekstur árið 2008. Það er mjög mikilvægt í upphafi umræðunnar að dagsetningar og ártöl sem eru þekkt og hægt að styðjast við séu rétt og ekki misvísandi.