Virkjun Jökulsár á Brú og Jökulsár í Fljótsdal

Fimmtudaginn 14. febrúar 2002, kl. 12:04:25 (4647)

2002-02-14 12:04:25# 127. lþ. 78.1 fundur 503. mál: #A virkjun Jökulsár á Brú og Jökulsár í Fljótsdal# frv., ÁSJ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 78. fundur, 127. lþ.

[12:04]

Árni Steinar Jóhannsson (andsvar):

Herra forseti. Ég skil ekki alveg af hverju hv. þm. Össur Skarphéðinsson fyrtist við vegna þess að ég tæpti aðeins á því sem kom fram í ræðu hans. Hann lýsti því að skoðanir væru skiptar og sumir væru með og sumir á móti. Þess vegna er ekki óeðlilegt að kallað sé eftir áliti formannsins á því hvernig landið liggi í þessum málum.

Varðandi reykspúandi málmbræðslur hefur afstaða mín til stóriðjumálmbræðslna í stórum stíl alltaf legið ljós fyrir. Í 20 ára pólitísku starfi mínu norður í Eyjafirði hef ég ævinlega verið andvígur uppbyggingu á stórri málmbræðslu eins og þar var um rætt. Það er ekki ný bóla.