Virkjun Jökulsár á Brú og Jökulsár í Fljótsdal

Fimmtudaginn 14. febrúar 2002, kl. 15:58:05 (4704)

2002-02-14 15:58:05# 127. lþ. 78.1 fundur 503. mál: #A virkjun Jökulsár á Brú og Jökulsár í Fljótsdal# frv., iðnrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 78. fundur, 127. lþ.

[15:58]

Iðnaðarráðherra (Valgerður Sverrisdóttir) (andsvar):

Hæstv. forseti. Hér kom í ræðustól áðan á Alþingi reyndur þingmaður sem hefur verið iðnrh. og menntmrh. og þingmaður til fjölda ára. Og hann treysti sér ekki, taldi sig ekki hafa leyfi til þess, að fara hér með verð í sambandi við samninga við stóriðjufyrirtæki sem áttu sér stað fyrir áratugum. Samt biður þessi hv. þm. endalaust um að fá hér nákvæmar upplýsingar um það hvernig mál standi í sambandi við samninga um orkuverð Landsvirkjunar við Reyðarál. Ég held að hv. þm. hljóti að skilja að það er ekki hægt að fara nákvæmlega ofan í það mál á þessu stigi umræðunnar. Svo talar hann um að þetta sé svo óhagkvæm leið til að afla starfa. Það er ekki spurningin. Spurningin er þessi: Fær Landsvirkjun nægilega hátt verð til að vilja fara út í þessar framkvæmdir? Og verður álverið arðbært þannig að það geti rekið sig? Það eru spurningarnar. Og ég tel að svarið við báðum spurningunum sé já.