Virkjun Jökulsár á Brú og Jökulsár í Fljótsdal

Fimmtudaginn 14. febrúar 2002, kl. 16:05:56 (4710)

2002-02-14 16:05:56# 127. lþ. 78.1 fundur 503. mál: #A virkjun Jökulsár á Brú og Jökulsár í Fljótsdal# frv., ÍGP (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 78. fundur, 127. lþ.

[16:05]

Ísólfur Gylfi Pálmason (andsvar):

Herra forseti. Þetta var að mörgu leyti athyglisverð ræða sem hv. þm. flutti. Hann talaði m.a. um að verið væri að hagræða tölum. Ég hjó eftir því og hann talaði m.a. um þau göng sem fyrirhuguð eru, að hver kílómetri í þeim kostaði einn milljarð króna, þ.e. hið sama og þegar göngin undir Hvalfjörð voru búin til. Hann talaði líka um það að þetta væru 3--4 metrar í þvermál, en göngin undir Hvalfjörð eru miklu breiðari en það. Þau eru auk þess undir sjó o.s.frv. Ég er ekki frá því að þessi ágæti þingmaður hafi fallið í þá gryfju að hagræða eitthvað þeim tölum sem hann hafði á blaði. Ég hjó m.a. eftir þessu.

Í eina tíð voru opnir skurðir. Það er sjálfsagt miklu ódýrari leið en er það sú leið sem hv. þm. mundi frekar velja en göngin sem hann nefndi hér áðan í ræðu sinni?