Virkjun Jökulsár á Brú og Jökulsár í Fljótsdal

Fimmtudaginn 14. febrúar 2002, kl. 16:07:54 (4712)

2002-02-14 16:07:54# 127. lþ. 78.1 fundur 503. mál: #A virkjun Jökulsár á Brú og Jökulsár í Fljótsdal# frv., ÍGP (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 78. fundur, 127. lþ.

[16:07]

Ísólfur Gylfi Pálmason (andsvar):

Herra forseti. Hv. þm. var einmitt að fara með tölur. Þegar menn vitna í tölur er ágætt að nýta sér þessa röksemdafærslu sem hann fór með hér áðan, þ.e. að einhvern tímann hafi einhverju verið haldið fram. Mér finnst það býsna léttvægt þegar menn vitna í eitthvað slíkt. Hvenær var það? Hvernig er verðlagning á vöru? Einhvern tíma kostaði hún þetta. En mér finnst, af því að hv. þm. tók sérstaklega fram að þetta kostaði u.þ.b. einn milljarð að gera svona göng, hann sjálfur fara ... (Gripið fram í.) já, milljarð á kílómetra, býsna frjálslega með tölur þegar hann segir að einhvern tíma hafi því verið haldið fram að þetta kostaði þetta.