Virkjun Jökulsár á Brú og Jökulsár í Fljótsdal

Fimmtudaginn 14. febrúar 2002, kl. 20:24:46 (4762)

2002-02-14 20:24:46# 127. lþ. 78.1 fundur 503. mál: #A virkjun Jökulsár á Brú og Jökulsár í Fljótsdal# frv., SI (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 78. fundur, 127. lþ.

[20:24]

Sigríður Ingvarsdóttir (andsvar):

Herra forseti. Ég er bjartsýn fyrir hönd landsbyggðarinnar. Ég hef fulla trú á henni og því fólki sem þar býr. Það er þegar verið að hlúa að annarri starfsemi á landsbyggðinni eins og hv. þm. Jón Bjarnason veit mætavel. Þar má nefna ferðaþjónustu, sjávarútveginn og fiskeldi, svo eitthvað sé nefnt. Hann veit t.d. um beina flugið frá Evrópu á Egilsstaði sem verður að veruleika á komandi sumri og fleira sem verið er að vinna að fyrir austan. En það er náttúrlega ekki á við heilt álver og atvinnustarfsemi í þeim stærðarflokki sem þar um ræðir.