Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins

Mánudaginn 18. febrúar 2002, kl. 16:48:14 (4830)

2002-02-18 16:48:14# 127. lþ. 79.11 fundur 493. mál: #A Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins# (lögreglumenn) frv., fjmrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 79. fundur, 127. lþ.

[16:48]

Fjármálaráðherra (Geir H. Haarde) (andsvar):

Herra forseti. Ég veit ekki hvort opinberir starfsmenn eru jafnilla að sér um þessi mál og hv. þm. gefur í skyn, eða menn almennt. En það er sjálfsagt að stuðla að aukinni upplýsingagjöf um þessi verðmætu réttindi sem fólk á, bæði í Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins og annars staðar. Það er líka sjálfsagt að ýta undir að fólk taki þau með í reikninginn þegar það er að reikna út heildarstöðu sína lagalega séð. Ég tek alveg undir það með þingmanninum.