Almenn hegningarlög og lögreglulög

Mánudaginn 18. febrúar 2002, kl. 16:57:54 (4833)

2002-02-18 16:57:54# 127. lþ. 79.8 fundur 494. mál: #A almenn hegningarlög og lögreglulög# (sendierindrekar, grímubann, starfslok lögreglumanna o.fl.) frv., PHB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 79. fundur, 127. lþ.

[16:57]

Pétur H. Blöndal (andsvar):

Herra forseti. Það er aðeins eitt varðandi 3. gr. frv. Fólk er afskaplega mismunandi. Sumir eldast fljótt, aðrir eru sprækir mjög lengi og undanfarna áratugi sýnir það sig að fólk lifir lengur. Sumir hverjir lifa heilsusamlegar, og fólk er mjög frískt og sprækt fram eftir aldri, langt fram yfir sjötugt. Þess vegna er það dálítið undarleg þróun og skrýtin, sérstaklega í ljósi umæðunnar um sveigjanleg starfslok sem menn eru að tala um, að í 3. gr. er gert ráð fyrir að lögreglumenn skuli leystir frá embætti þegar þeir eru orðnir fullra 65 ára eða fyrr. Þeir ,,skulu`` hætta þótt þeir gjarnan vildu halda áfram.

Ég spyr, herra forseti: Er eðlilegt að manni í fullu fjöri, sem er frískur og unglegur, stundar íþróttir og annað slíkt, skuli gert að setjast í helgan stein 65 ára að aldri? Mér þykir þetta fráleitt. Mér finnst þetta fráleit hugsun og fráleit þróun sem menn taka hér undir.

Ég spyr hæstv. dómsmrh.: Er eðlilegt að taka inn svona ákvæði? Ætti ekki að láta lögreglumönnum eftir meira val um það hvenær þeir fara á lífeyri?