Svar við fyrirspurn

Þriðjudaginn 19. febrúar 2002, kl. 13:38:53 (4873)

2002-02-19 13:38:53# 127. lþ. 80.91 fundur 343#B svar við fyrirspurn# (aths. um störf þingsins), ÖJ
[prenta uppsett í dálka] 80. fundur, 127. lþ.

[13:38]

Ögmundur Jónasson:

Herra forseti. Samkvæmt mínum skilningi á hlutafélagslögum koma þau ekki í veg fyrir að umbeðnar upplýsingar séu veittar. Það er rétt sem fram kom í máli hv. þm. Össurar Skarphéðinssonar að því aðeins er rétt að liggja á þessum upplýsingum að þær séu taldar skaða fyrirtækið. Hvað er það sem ekki þolir dagsins ljós? Ég tek undir með hv. málshefjanda, Jóhönnu Sigurðardóttur, að eðlilegt er að þessar upplýsingar séu veittar á Alþingi.

Ég tel rétt að upplýsingar um starfskjör og launakjör stjórnenda Landssímans og annarra fyrirtækja sem gerð hafa verið að hlutafélögum séu skýrð fyrir Alþingi, sé þess er óskað. Í skjóli leyndarinnar þróast spillingin eins og dæmin sanna.