Tekjuskattur og eignarskattur o.fl.

Þriðjudaginn 19. febrúar 2002, kl. 18:36:23 (4933)

2002-02-19 18:36:23# 127. lþ. 80.12 fundur 156. mál: #A tekjuskattur og eignarskattur o.fl.# (sjómannaafsláttur) frv., Flm. PHB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 80. fundur, 127. lþ.

[18:36]

Flm. (Pétur H. Blöndal) (andsvar):

Herra forseti. Það kemur fram í greinargerðinni að á sínum tíma hafi verið erfitt að manna skipin. Sem liður í ráðstöfunum til að hægt yrði að manna skipin, þar sem vinnan var mjög erfið á síðutogurunum, mikið unnin með höndunum og jafnframt lág laun vegna aflabrests og lélegs afla á þeim tíma, beitti ríkisvaldið þessum aðferðum til að koma þessari atvinnugrein í gang. Það var ekki hluti af kjarasamningum eða samningum við sjómenn, ekki svo ég viti til.