Tekjuskattur og eignarskattur o.fl.

Þriðjudaginn 19. febrúar 2002, kl. 18:43:28 (4942)

2002-02-19 18:43:28# 127. lþ. 80.12 fundur 156. mál: #A tekjuskattur og eignarskattur o.fl.# (sjómannaafsláttur) frv., GHall (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 80. fundur, 127. lþ.

[18:43]

Guðmundur Hallvarðsson (andsvar):

Herra forseti. Ég þakka hv. þm. Pétri Blöndal fyrir að minna á það. Það er rétt. Engu að síður stendur það svo að lögin voru sett hér á sjómenn þó ég hafi greitt atkvæði gegn því. Sem betur fer fara þingmenn hér eftir sannfæringu sinni og samvisku. (Gripið fram í: Láttu ekki svona.)

Að lokum minni ég á það einu sinni enn, að hæstv. fjmrh. hefur lýst því yfir að við sjómannaafslættinum verði ekki hróflað fyrr en aðilar hafi náð saman í því máli sem gert var að lögum árið 1954. Það er rétt að ítreka það.