Póstþjónusta

Mánudaginn 25. febrúar 2002, kl. 17:09:48 (5011)

2002-02-25 17:09:48# 127. lþ. 81.14 fundur 168. mál: #A póstþjónusta# (heildarlög) frv. 19/2002, Frsm. minni hluta JB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 81. fundur, 127. lþ.

[17:09]

Frsm. minni hluta samgn. (Jón Bjarnason) (andsvar):

Herra forseti. Ég vil ekki tala af léttúð um póstþjónustuna og þá miklu möguleika sem hún hefur og skyldur við almenna borgara.

Ég hef áhyggjur af því, ég verð að segja það eins og er, virðulegi forseti, að Alþingi afgreiði lagabálk, heildarlög um póstþjónustu í landinu, án þess að þar komi nokkurs staðar fyrir orðið pósthús. Ég hef áhyggjur af þessari nálgun póstþjónustunnar í landinu.