Stefna í byggðamálum 2002--2005

Þriðjudaginn 26. febrúar 2002, kl. 14:32:34 (5065)

2002-02-26 14:32:34# 127. lþ. 82.5 fundur 538. mál: #A stefna í byggðamálum 2002--2005# þál., iðnrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 82. fundur, 127. lþ.

[14:32]

Iðnaðarráðherra (Valgerður Sverrisdóttir) (andsvar):

Hæstv. forseti. Það er nú dálítið sérstakt að fara út í svona nákvæmar spurningar í þessari umræðu vegna þess að margt er óútfært. Ef af þessu verður geri ég alveg ráð fyrir að þetta geti náð bókstaflega til allra landsmanna þess vegna. Ég legg áherslu á að þessi tillaga er óútfærð. Þetta eru hlutir sem við Íslendingar höfum ekki farið út í. Aðrar þjóðir hafa gert það með býsna góðri raun og þess vegna er um að gera að skoða það mjög alvarlega hvort þetta geti verið hugmynd sem gæti fallið vel að okkar búsetuháttum og atvinnuháttum.