Stefna í byggðamálum 2002--2005

Þriðjudaginn 26. febrúar 2002, kl. 14:37:12 (5069)

2002-02-26 14:37:12# 127. lþ. 82.5 fundur 538. mál: #A stefna í byggðamálum 2002--2005# þál., iðnrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 82. fundur, 127. lþ.

[14:37]

Iðnaðarráðherra (Valgerður Sverrisdóttir) (andsvar):

Hæstv. forseti. Það er þannig með þessa tillögu eins og flestöll mál að þau eru ekkert alveg nákvæmlega eins og hver einstaklingur vildi sjá þau. Ég get alveg sagt fyrir mig að það er ekki víst að þessi byggðaáætlun sé nákvæmlega eins og ég vildi sjá hana. Ekki er um annað að ræða í máli eins og þessu en að ná samkomulagi og þá er svona mæst á miðjunni og það er nú alltaf farsælt. (Gripið fram í: Það er framsóknarmiðjan.)

Breytingarnar frá verkefnisstjórnartillögunum eru einhverjar. Ég ætla ekki að greina nákvæmlega frá því hverjar þær eru. Það er óþarfi.

Svo um það hvað hefði breyst frá blaðamannafundinum og frá því að málið var sett inn á netið. Tvennt hefur breyst. Tekinn var út texti sem fólki fannst óþægilegur og vakti upp viðkvæmni, þ.e. um að ekki væri ráðlegt að gera ráð fyrir fjölgun á þessu tímabili áætlunarinnar í tveimur byggðarlögum.