Stefna í byggðamálum 2002--2005

Þriðjudaginn 26. febrúar 2002, kl. 14:38:25 (5070)

2002-02-26 14:38:25# 127. lþ. 82.5 fundur 538. mál: #A stefna í byggðamálum 2002--2005# þál., JB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 82. fundur, 127. lþ.

[14:38]

Jón Bjarnason (andsvar):

Virðulegi forseti. Þessi tillaga um byggðaáætlun flytur jákvæð tíðindi en veldur líka vonbrigðum í sumum atriðum.

Ég vil taka fram að ég er sérstaklega ánægður með það markmið sem sett er fram um að stefnt skuli að því að unglingar til 18 ára aldurs a.m.k. eigi þess kost að sækja nám heiman að frá sér, að sett er fram sú stefnumarkandi yfirlýsing að að því skuli stefnt.

Ég vil spyrja hæstv. ráðherra: Mun þessu átaki og þessari sýn verða fylgt eftir með öflugum fjárframlögum bæði til grunnskólanna og til framhaldsskólanna til eflingar námi vítt og breitt um landið? Hvar stendur þetta í forgangsröðinni?

Þetta er gott mál. Eitt mikilvægasta mál fyrir eflingu byggða í landinu er að styrkja og efla menntun þannig að fólk geti sem lengst sótt menntun heiman frá sér. En hvar er það á forgangslistanum varðandi fjármagn?