Stefna í byggðamálum 2002--2005

Þriðjudaginn 26. febrúar 2002, kl. 14:42:44 (5074)

2002-02-26 14:42:44# 127. lþ. 82.5 fundur 538. mál: #A stefna í byggðamálum 2002--2005# þál., iðnrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 82. fundur, 127. lþ.

[14:42]

Iðnaðarráðherra (Valgerður Sverrisdóttir) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég undrast að hv. þm. skuli koma hér upp og halda því fram að ég sem hér stend og ber ábyrgð á þessari tillögu hafi metið það svo að einhver landsvæði væru ekki á vetur setjandi. Mér finnst mjög ósanngjarnt að setja þetta svona fram því að það er að sjálfsögðu ekki þannig. Þarna er verið að tala um ástand og horfur fyrir næstu þrjú og hálft ár og miðað við það að á Vestfjörðum hefur fólki, því miður, fækkað alla öldina þá hef ég sagt að það væri stórkostlegur árangur ef við næðum því á næstu þremur og hálfa ári að stöðva þennan flótta. Síðan væri hægt að fara að byggja ofan á það.

En vegna þess að textinn vakti viðkvæmni fannst mér algjörlega ástæðulaust að hafa hann inni af því að það var svo sannarlega ekki meiningin að særa neinn með þessum texta og svo sannarlega lá ekki sá hugur að baki að þessi landsvæði væru ekki á vetur setjandi.