Stefna í byggðamálum 2002--2005

Þriðjudaginn 26. febrúar 2002, kl. 15:14:03 (5089)

2002-02-26 15:14:03# 127. lþ. 82.5 fundur 538. mál: #A stefna í byggðamálum 2002--2005# þál., KLM (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 82. fundur, 127. lþ.

[15:14]

Kristján L. Möller (andsvar):

Virðulegi forseti. Aðeins aftur að svokallaðri byggðanefnd forsrh. sem ég vitnaði til áðan. Við lögðum þar til --- sú nefnd var þverpólitísk --- og skiluðum þverpólitískum tillögum sem forsrh. lýsti yfir í þessum ræðustól að nytu stuðnings ríkisstjórnar. Þar átti að taka verulega á í þremur jöfnum áföngum árin 1999, 2000 og 2001, í fyrsta lagi um jöfnun húshitunarkostnaðar. Ekki hefur verið staðið við það atriði. Í sambandi við jöfnun námskostnaðar hefur ekki verið staðið við það atriði en þó skal ég taka skýrt fram að þar hefur einna lengst verið gengið í að uppfylla það skilyrði. Í sambandi við endurgreiðslu á námslánunum hefur ekkert verið gert. Í sambandi við sjúkrakostnaðinn, ferðakostað fólks sem við lögðum til, hefur ekkert heldur verið gert.

Herra forseti. Tillögurnar sem þarna voru lagðar fram og forsrh. lýsti yfir stuðningi við sem ekkert hefur verið gert með eru talandi dæmi um svikin loforð núverandi ríkisstjórnarflokka.