Stefna í byggðamálum 2002--2005

Þriðjudaginn 26. febrúar 2002, kl. 15:16:13 (5091)

2002-02-26 15:16:13# 127. lþ. 82.5 fundur 538. mál: #A stefna í byggðamálum 2002--2005# þál., ÍGP (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 82. fundur, 127. lþ.

[15:16]

Ísólfur Gylfi Pálmason (andsvar):

Herra forseti. Mér fannst gæta ákveðins misskilnings í ræðu hv. þm., og ákveðna víðsýni vantaði að sama skapi. Þegar hann gagnrýnir byggðaáætlunina er auðvitað nauðsynlegt að benda á leiðir til úrbóta, hv. þm. gleymdi því alveg.

Ég minni á að fjárln. Alþingis hefur beitt sér fyrir alveg ákveðnum atriðum í gegnum tíðina, a.m.k. frá því að ég byrjaði í fjárln. 1995. Við höfum beitt okkur fyrir því að veita aukið fjármagn til fjarkennslu, jöfnunar námskostnaðar, jöfnunar húshitunarkostnaðar og til landshlutabundinna skógræktarverkefna. Það er auðvitað nauðsynlegt þegar verið er að gagnrýna að benda líka á leiðir til úrbóta.

Þegar menn horfa á gömlu, góðu byggðaáætlunina í svona rómantísku ljósi skulum við viðurkenna að við getum gert miklu betur í þeim efnum en við höfum gert til þessa.