Stefna í byggðamálum 2002--2005

Þriðjudaginn 26. febrúar 2002, kl. 15:38:44 (5101)

2002-02-26 15:38:44# 127. lþ. 82.5 fundur 538. mál: #A stefna í byggðamálum 2002--2005# þál., DrH (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 82. fundur, 127. lþ.

[15:38]

Drífa Hjartardóttir (andsvar):

Herra forseti. Sú sem hér stendur á sæti í stjórn Byggðastofnunar þannig að ég veit vel hvað þar fer fram. (Gripið fram í: Segðu okkur.) Þar eru ekki opnir fundir fyrir alþjóð eins og þessi þannig að ég sé enga ástæðu til að greina frá þeim fundum hér. Gefnar eru út fundargerðir og að sjálfsögðu geta þingmenn aflað sér upplýsinga í fundargerðum Byggðastofnunar. (ÖS: Það var engin ...) Hv. þm. Össur Skarphéðinsson, ég tel að ég hafi orðið hér.

Varðandi aðrar fullyrðingar frá hv. þm. Steingrími J. Sigfússyni um menntmrh. og Akureyri, þá tel ég þær fullyrðingar alveg út í hött. Mjög vel hefur verið staðið að uppbyggingu Háskólans á Akureyri og margt annað sem mætti greina frá ef maður hefði tíma. Við fluttum Jafnréttisstofu þangað. Því miður hafa allt of fáar stofnanir verið fluttar út á land en Jafnréttisstofa var flutt til Akureyrar og ég tel að það hafi ekki orðið neitt til baga við það.

(Forseti (GuðjG): Þegar ræðutíminn er aðeins ein mínúta verður að mælast til þess við hv. þingmenn að þeir leyfi ræðumönnum að tala án mikilla truflana.)