Stefna í byggðamálum 2002--2005

Þriðjudaginn 26. febrúar 2002, kl. 17:06:57 (5134)

2002-02-26 17:06:57# 127. lþ. 82.5 fundur 538. mál: #A stefna í byggðamálum 2002--2005# þál., DrH (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 82. fundur, 127. lþ.

[17:06]

Drífa Hjartardóttir (andsvar):

Herra forseti. Ég veit ekki betur en verið sé að undirbúa komu Rásar 2 norður í land með endurbótum á öllum tæknibúnaði og flutningum í annað húsnæði.

Hvað varðar Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri er það skoðun mín að þá stofnun eigi að efla, svo sannarlega. Ég tel alveg nauðsynlegt að það sé hátæknisjúkrahús annars staðar en á þessu svæði hér ef neyðarástand skapast á öðrum stöðum.

En ég vil líka sjá eflingu á sjúkrahúsi Suðurlands og eflingu á sjúkrahúsinu í Vestmannaeyjum. Ég tel að þessi sjúkrahús á landsbyggðinni eigi að einbeita sér að þeim aðgerðaverkefnum sem ekki þarf að gera í hátæknisjúkrahúsum. Þar er gott starfslið og má nýta það vel. Svo má ekki gleyma að það er líka sjúkrahús á Suðurnesjunum, svo öllu sé til haga haldið.