Stefna í byggðamálum 2002--2005

Þriðjudaginn 26. febrúar 2002, kl. 17:42:14 (5154)

2002-02-26 17:42:14# 127. lþ. 82.5 fundur 538. mál: #A stefna í byggðamálum 2002--2005# þál., EOK (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 82. fundur, 127. lþ.

[17:42]

Einar Oddur Kristjánsson (andsvar):

Herra forseti. Ef við lítum yfir síðustu fimmtíu ár, þá ætla ég að ekki hafi orðið miklar sveiflur í þessu. Þetta hefur verið stöðugt niður á við fyrir landsbyggðina. Það hefur verið stöðug uppbygging í Reykjavík. Litlu hefur skipt hvaða ríkisstjórn í sjálfu sér hefur setið.

Ég ætla að það liggi alveg fyrir að stjórnsýslan í landinu vill vera hér og hvergi annars staðar og hún hefur mikil völd. Það er ekkert einsdæmi að svo hátti til á Íslandi. Þessi tilhneiging er alls staðar í allri Vestur-Evrópu, alls staðar sem við þekkjum til. Ég er að segja að þau vinnubrögð sem við höfum notað hafi ekki dugað. Því eigum við að nota ný vinnubrögð, því eigum við að setja markmið okkar niður í þáltill. um hvaða þróun við viljum hafa og fylgja því þannig eftir. Ef við setjum það niður í þáltill. höfum við eitthvað naglfast, eitthvað til að starfa eftir, eitthvað til að standa á og knýja í gegn.