Stefna í byggðamálum 2002--2005

Þriðjudaginn 26. febrúar 2002, kl. 18:13:50 (5162)

2002-02-26 18:13:50# 127. lþ. 82.5 fundur 538. mál: #A stefna í byggðamálum 2002--2005# þál., iðnrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 82. fundur, 127. lþ.

[18:13]

Iðnaðarráðherra (Valgerður Sverrisdóttir) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég vil að gefnu tilefni útskýra þetta varðandi nýsköpunarmiðstöðina og vona að mér takist það á svo stuttum tíma. Þar er ekki verið að tala um nýja stofnun heldur að Iðntæknistofnun, sem mun hafa aðsetur í hinu nýja rannsókna- og nýsköpunarhúsi við Háskólann á Akureyri, fari með samræmingu atvinnuþróunarstarfs á landsbyggðinni, enda kemur það fram í stjórnarsáttmála að það starf skuli samræmt, þ.e. atvinnuþróunarstarf á landsbyggðinni. Með þessum tillögum er reynt að gera það.

Ég tel mjög mikilvægt að þetta starf sé tengt þeim breytingum sem nú er verið að gera og breytingum á áherslum í sambandi við Vísinda- og tækniráð Íslands. Á næstu dögum verður mælt fyrir þremur frumvörpum sem varða þessar breytingar sem þarna eru fyrirhugaðar, breytingar á Rannís. Það að tengja þessa nýbreytni nýsköpun atvinnulífs á landsbyggðinni tel ég mjög mikilvægt. En eignarhaldsfélögin verða ekki áfram.