Stefna í byggðamálum 2002--2005

Þriðjudaginn 26. febrúar 2002, kl. 20:30:56 (5206)

2002-02-26 20:30:56# 127. lþ. 82.5 fundur 538. mál: #A stefna í byggðamálum 2002--2005# þál., KHG (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 82. fundur, 127. lþ.

[20:30]

Kristinn H. Gunnarsson (andsvar):

Herra forseti. Ég vil út af fyrir sig ekki svara fyrir aðra en sjálfan mig um afstöðu til málsins. Ég sat í verkefnisstjórninni og þegar hún skilaði af sér voru í þeirri skýrslu hlutir með öðrum hætti en ég hefði kosið, m.a. orðalag á ýmsum stöðum í grg. sem ég sá strax að var mjög óheppilegt svo ekki sé fastar að orði kveðið. Ég tók því saman eigin greinargerð sem ég sendi ráðherra og lýsti þeim sjónarmiðum sem ég hafði til ýmissa atriða í þeirri skýrslu.

Ég vil hins vegar nefna varðandi nýsköpunarmiðstöðina að hún var ekki tillaga frá verkefnisstjórninni. Sú tillaga varð til í meðförum ríkisstjórnar og er ekkert við að segja því að ríkisstjórnin gengur frá skjalinu og leggur það fram. Hún var bara ekki tillaga verkefnisstjórnar.