Stefna í byggðamálum 2002--2005

Þriðjudaginn 26. febrúar 2002, kl. 20:32:10 (5207)

2002-02-26 20:32:10# 127. lþ. 82.5 fundur 538. mál: #A stefna í byggðamálum 2002--2005# þál., ÁSJ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 82. fundur, 127. lþ.

[20:32]

Árni Steinar Jóhannsson (andsvar):

Herra forseti. Ég tók sérstaklega eftir því í ræðu hv. þm. Kristins H. Gunnarssonar að hann talaði um samstarf höfuðborgarsvæðis og þingsins eða landsbyggðarinnar um þróun mála á Íslandi. Mig langar að spyrja hv. þm. hvort hann átti sig ekki á því að sveitarfélög höfuðborgarsvæðisins leggja náttúrlega gríðarlega vinnu í skipulag svæðisins hvert fyrir sig og hafa nú til ráðstöfunar skipulag og lóðir fyrir obbann af því fólki sem býr á landsbyggðinni en það byggir á úttekt og vinnu sem er grundvölluð á ástandi og horfum í stjórn landsmála. Það endurspeglar bara það sem sérfræðingar sveitarfélaga höfuðborgarsvæðisins telja að ríkisstjórnin meini í framtíðinni, gefur þeim tölur þar að lútandi og framkallar þau viðbrögð sem þeir hafa í frammi.