Stefna í byggðamálum 2002--2005

Þriðjudaginn 26. febrúar 2002, kl. 20:33:20 (5208)

2002-02-26 20:33:20# 127. lþ. 82.5 fundur 538. mál: #A stefna í byggðamálum 2002--2005# þál., KHG (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 82. fundur, 127. lþ.

[20:33]

Kristinn H. Gunnarsson (andsvar):

Herra forseti. Ég hygg að hv. þm. sé að vísa til framtíðarsýnar sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu til líklega um tuttugu ára eða svo. Þar er gert ráð fyrir mjög mikilli fjölgun --- ég man ekki tölurnar svo glöggt í þessu svæðisskipulagi en mig minnir að gert sé ráð fyrir fjölgun um 60 þús. manns á einhverju árabili, tuttugu eða þrjátíu árum, og af því stafi helmingurinn af aðflutningi fólks af landsbyggðinni inn á höfuðborgarsvæðið. Og ég er út af fyrir sig alveg sammála honum og fleiri sveitarstjórnarmönnum á landsbyggðinni sem hefur brugðið dálítið við þessa framtíðarsýn. Hún er kannski ekki svo vitlaus eða óraunhæf í ljósi liðins tíma en nú eru hins vegar uppi önnur viðhorf eins og fram kemur í afstöðu ríkisstjórnarinnar. Hlutir eru breytanlegir og þróunin er ekkert lögmál heldur er hægt að breyta þessari framtíðarsýn.