Stefna í byggðamálum 2002--2005

Þriðjudaginn 26. febrúar 2002, kl. 20:38:11 (5212)

2002-02-26 20:38:11# 127. lþ. 82.5 fundur 538. mál: #A stefna í byggðamálum 2002--2005# þál., KHG (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 82. fundur, 127. lþ.

[20:38]

Kristinn H. Gunnarsson (andsvar):

Herra forseti. Ég er út af fyrir sig sammála því að fleiri tillögur þarf í skjalið. Það er of mikið um athuganir á hlutum sem búið er að athuga býsna mikið og menn vita nokkuð mikið um. Ég gæti rakið í löngu máli þær tillögur sem liggja fyrir frá aðilum eins og þingnefnd sem starfaði á vegum forsrn. og skilaði af sér í mars 1999, frá Byggðastofnun og fleiri aðilum. Við erum búin að gera tvær byggðaáætlanir áður, 1994 og svo 1999. Í t.d. einni skýrslunni voru margar beinar aðgerðatillögur sem sumar hverjar hafa náð fram að ganga.

Ég tel að styrkja þurfi það skjal sem hér liggur fyrir í þá veru að það séu beinar og ákveðnar tillögur sem lúta að atvinnuuppbyggingu og jöfnun lífskjara.