Stefna í byggðamálum 2002--2005

Þriðjudaginn 26. febrúar 2002, kl. 21:10:27 (5221)

2002-02-26 21:10:27# 127. lþ. 82.5 fundur 538. mál: #A stefna í byggðamálum 2002--2005# þál., KVM (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 82. fundur, 127. lþ.

[21:10]

Karl V. Matthíasson (andsvar):

Herra forseti. Sú mynd sem hv. þm. Kristinn H. Gunnarsson dró hér upp og hafði úr greinargerðinni, athugasemdum við þáltill., var frekar dapurleg og undirstrikar það sem ég sagði hér fyrr í umræðu í kvöld að allt þetta plagg væri áfellisdómur yfir þá byggðastefnu sem rekin hefur verið hér undanfarin ár. Ég vil spyrja hv. þm. Kristin H. Gunnarsson hvort hann hafi ekki áhyggjur af því að allt það fólk sem flutt er hingað til Reykjavíkur sé ekki komið í startholurnar til að flytja af landi brott.