Stefna í byggðamálum 2002--2005

Þriðjudaginn 26. febrúar 2002, kl. 21:20:56 (5230)

2002-02-26 21:20:56# 127. lþ. 82.5 fundur 538. mál: #A stefna í byggðamálum 2002--2005# þál., KHG (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 82. fundur, 127. lþ.

[21:20]

Kristinn H. Gunnarsson (andsvar):

Herra forseti. Þarna er verið að benda á það sem skiptir miklu máli, að atvinnulíf þarf að vera fjölbreytt og traust, eins og segir í yfirskrift kaflans. En í fámennum byggðarlögum sem byggja afkomu sína mikið á sjávarútvegi eða á landbúnaði þá er nauðsynlegt, eins og þarna kemur fram, að möguleikar séu á nýliðun í atvinnugreininni, á frumkvæði og fjárfestingum þannig að búsetan geti haldið áfram, a.m.k. í því horfi sem hún hefur verið, þannig að þeir sem hafa atvinnu sína af því að starfa í þeim atvinnugreinum geti haft það áfram eða aðrir sem koma í þeirra stað.

Þarna eru mjög skýr skilaboð frá þeim sem stóðu að því að undirbúa þetta plagg til ríkisstjórnarinnar og ég vænti þess að þeir ráðherrar sem fara með þessa málaflokka taki mark á slíkum skilaboðum.