Stefna í byggðamálum 2002--2005

Þriðjudaginn 26. febrúar 2002, kl. 21:50:11 (5243)

2002-02-26 21:50:11# 127. lþ. 82.5 fundur 538. mál: #A stefna í byggðamálum 2002--2005# þál., iðnrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 82. fundur, 127. lþ.

[21:50]

Iðnaðarráðherra (Valgerður Sverrisdóttir) (andsvar):

Hæstv. forseti. Það er sjálfsagt alveg eðlilegt að menn óttist að lítið verði um efndir. En ég hef haldið því fram að það sé líklegra að um efndir verði að ræða vegna þess að verði það ekki efnt sem samþykkt verður hér á Alþingi er alveg ljóst hvers hlutverk það hefur verið að efna samþykktina. Og eigum við ekki að binda einhverja von við að það skili árangri?