Ákvæði laga um skottulækningar

Miðvikudaginn 27. febrúar 2002, kl. 14:02:13 (5262)

2002-02-27 14:02:13# 127. lþ. 84.2 fundur 397. mál: #A ákvæði laga um skottulækningar# fsp. (til munnl.) frá heilbrrh., ÞBack
[prenta uppsett í dálka] 84. fundur, 127. lþ.

[14:02]

Þuríður Backman:

Herra forseti. Það er mjög mikilvægt að kortleggja þessa óhefðbundnu starfsemi innan heilbrigðissviðsins. Nú liggur fyrir þáltill. um slíka kortlagningu hjá heilbr.- og trn. Ég óska eftir því að nefndin afgreiði tillöguna hið allra fyrsta því hún hefur fengið mjög góðar undirtektir. Til þess að geta fjallað um þetta á vitrænan hátt þurfum við auðvitað að vita hvað er í gangi, hvað verið er að stunda annars vegar af fólki sem hefur til þess viðhlítandi menntun og hins vegar af öðrum sem hafa litla sem enga menntun. Við eigum að nýta alla kosti sem þessar óhefðbundnu lækningar fela í sér, eru ódýrir og geta skilað góðum árangri í heilbrigðisþjónustunni.