Útræðisréttur strandjarða

Miðvikudaginn 27. febrúar 2002, kl. 15:29:50 (5307)

2002-02-27 15:29:50# 127. lþ. 84.13 fundur 486. mál: #A útræðisréttur strandjarða# fsp. (til munnl.) frá sjútvrh., KPál
[prenta uppsett í dálka] 84. fundur, 127. lþ.

[15:29]

Kristján Pálsson:

Herra forseti. Hér er að sönnu mjög áhugavert mál til umræðu. Margir jarðeigendur hafa haft orð á því að réttur þeirra til útræðis sé ekki minni en hann var áður. Ég verð að taka undir með hæstv. sjútvrh. að það er mjög hæpið að geta fundið það út að réttur strandjarða sé orðinn sérstakur út af kvótakerfinu af því að þar hafi verið útræði til forna. Réttur jarðeigenda, eftir því sem ég hef lesið í bókum, fólst fyrst og fremst í því að þeir áttu lendingarnar þannig að þeir sem áttu báta og vildu róa þurftu að semja við landeigandendur um að fá að lenda í þeirra vör. Fyrir það tóku jarðeigendur oft verulega peninga. Þeir tóku skatt fyrir að leyfa mönnum að lenda í lendingu sinni.

Í dag er þetta allt öðruvísi. Komnar eru hafnir í eigu sveitarfélaga þar sem allir eiga rétt til þess að fá sitt lægi fyrir sanngjarnt gjald.