Meðferð við vímuvanda fanga

Miðvikudaginn 27. febrúar 2002, kl. 16:01:11 (5320)

2002-02-27 16:01:11# 127. lþ. 84.17 fundur 434. mál: #A meðferð við vímuvanda fanga# fsp. (til munnl.) frá dómsmrh., ÞBack
[prenta uppsett í dálka] 84. fundur, 127. lþ.

[16:01]

Þuríður Backman:

Herra forseti. Ég þakka hv. þm. Katrínu Fjeldsted að taka þetta mál upp. Eins og fram hefur komið fór allshn. í góða heimsókn á Litla-Hraun. Þar fengum við margvíslegar upplýsingar. Samkvæmt þeim upplýsingum fá fangar í vímuefna- og áfengisvanda meðferð eða er boðið upp á meðferð í lok afplánunar.

Herra forseti. Það er mjög mikilvægt að fangar sem eiga við þetta vandmál að stríða geti hafið afplánunarferil sinn með því að fara í meðferð. Þá væri sama hvort meðferðin væri í sérstakri deild innan fangelsisveggjanna á Litla-Hrauni eða í sérstakri meðferðarstofnun þar fyrir utan. Fangana skiptir máli að geta nýtt afplánunartímann til þess að byggja sig upp og koma út af stofnuninni sem betri manneskjur.

Ég gleðst því yfir orðum hæstv. ráðherra um að verið væri að vinna að því að koma á slíkri meðferðardeild. Ég vil beina því til hæstv. ráðherra að huga að ofvirkum fíkniefnaneytendum í því sambandi.