Vísinda- og tækniráð

Fimmtudaginn 28. febrúar 2002, kl. 12:04:33 (5348)

2002-02-28 12:04:33# 127. lþ. 85.2 fundur 539. mál: #A Vísinda- og tækniráð# frv., 549. mál: #A opinber stuðningur við vísindarannsóknir# frv., 553. mál: #A opinber stuðningur við tækniþróun og nýsköpun# frv., forsrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 85. fundur, 127. lþ.

[12:04]

Forsætisráðherra (Davíð Oddsson) (andsvar):

Herra forseti. Fram kom við stjórnarmyndun og í niðurstöðum stjórnarmyndunarviðræðna 1999 að ríkisstjórnin og forráðamenn stjórnarflokkanna teldu nauðsynlegt að fara yfir skipulag Stjórnarráðsins, skiptingu þess í ráðuneyti og að því hefur nokkuð verið unnið innan forsrn. Sennilegast verður þó að við það verði miðað að þær tillögur geti legið fyrir við þinglok fyrir næstu kosningar en ekki verði gerð stökkbreyting eða uppstokkun á ráðuneytunum í samræmi við þær tillögur sem menn eru að vinna að fyrr en dregur að lokum kjörtímabilsins af ýmsum ástæðum sem ég hygg að skýri sig flestar sjálfar.