Umræðuefni undir þessum lið

Mánudaginn 04. mars 2002, kl. 15:25:00 (5440)

2002-03-04 15:25:00# 127. lþ. 86.98 fundur 407#B umræðuefni undir þessum lið# (aths. um störf þingsins), SAÞ
[prenta uppsett í dálka] 86. fundur, 127. lþ.

[15:25]

Sigríður A. Þórðardóttir:

Herra forseti. Athugasemdir mínar lutu fyrst og fremst að því að við þingmenn hefðum önnur ákvæði í þingsköpum til að taka upp mál sem þessi, t.d. utandagskrárumræður og fyrirspurnir, bæði óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra og skriflegar fyrirspurnir. Við höfum næg tækifæri og farvegi til að fara vandlega í málin án þess að gera það undir liðnum athugasemdir um störf þingsins.

Ég beini athugasemdum mínum fyrst og fremst til stjórnarandstöðunnar sem mér finnst hafa gengið lengra og lengra í túlkun sinni á þessu ákvæði og á því hvað sé hægt að taka fyrir undir liðnum athugasemdir um störf þingsins.