Stjórn fiskveiða

Mánudaginn 04. mars 2002, kl. 15:51:05 (5445)

2002-03-04 15:51:05# 127. lþ. 86.7 fundur 562. mál: #A stjórn fiskveiða# (veiðigjald o.fl.) frv., sjútvrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 86. fundur, 127. lþ.

[15:51]

Sjávarútvegsráðherra (Árni M. Mathiesen) (andsvar):

Herra forseti. Það er eins og hv. þm. Lúðvík Bergvinsson geri sér ekki grein fyrir því að það eru nokkur hundruð ár síðan prentlistin var fundin upp. Og niðurstöður nefndarstarfsins birtast á prenti í skýrslu auðlindanefndarinnar sem er þingskjal. (LB: Þá ættirðu að hafa lesið þetta.) Ef þingmaðurinn ætlar síðan að halda því fram að vegna þess að hann var á staðnum, hafi verið innan borðs í nefndinni, sé hann betur til þess fallinn að túlka það sem stendur í þingskjalinu vandast nokkuð málið því þá þýðir það einfaldlega að við getum ekki treyst því sem frá slíkum nefndum kemur.

En það sem kemur upp í huga minn er hvort þessi afneitun hv. þingmanna á niðurstöðu hluta nefndarinnar standi í einhverju samræmi við það að hv. þm. Lúðvík Bergvinsson greiddi ekki atkvæði með því að auðlindanefndin yrði sett á laggirnar. Hann sat hjá eins og aðrir þingmenn Alþýðuflokksins á þeim tíma.