Stjórn fiskveiða

Mánudaginn 04. mars 2002, kl. 16:00:20 (5452)

2002-03-04 16:00:20# 127. lþ. 86.7 fundur 562. mál: #A stjórn fiskveiða# (veiðigjald o.fl.) frv., KPál (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 86. fundur, 127. lþ.

[16:00]

Kristján Pálsson (andsvar):

Ég þakka hæstv. sjútvrh. fyrir þetta svar.

Mig langar til þess að spyrja einnig um 5. gr. þar sem gert er ráð fyrir því að 6 brúttólesta skip geti orðið 15 brúttótonn. Mín skoðun er sú að þetta sé gott ákvæði og ég held að það sé mjög þarft hvað varðar öryggismál og möguleika manna til þess að nýta afla sinn betur eða heimildir sínar betur.

Mig langar til að spyrja hæstv. sjútvrh. hvort til athugunar sé að heimila svokölluðum krókabátum að nota net eða önnur veiðarfæri en króka til þess að ná í þann kvóta sem þeir fá úthlutað. Ég held að það sé mikilvægt mál og geti auðveldað mönnum að ná aflaheimildum sínum með öruggum hætti.