Stjórn fiskveiða

Mánudaginn 04. mars 2002, kl. 18:48:23 (5480)

2002-03-04 18:48:23# 127. lþ. 86.7 fundur 562. mál: #A stjórn fiskveiða# (veiðigjald o.fl.) frv., SI (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 86. fundur, 127. lþ.

[18:48]

Sigríður Ingvarsdóttir (andsvar):

Herra forseti. Eins og fram kom í máli mínu áðan eru margir á móti því að leggja á veiðileyfagjald og einnig á móti því að fara fyrningarleiðina. Í þessu frv. er þó, eins og kom fram í máli hv. þm., gert ráð fyrir að innheimta veiðileyfagjalds skili rúmum 2 milljörðum árlega til þjóðarbúsins. Ég held, líkt og sjútvrh. kom inn á í lok ræðu sinnar áðan, að einmitt þessir aðilar gefi mest eftir til að leita sátta og samþykki þar með þetta gjald.