Stjórn fiskveiða

Mánudaginn 04. mars 2002, kl. 18:51:23 (5483)

2002-03-04 18:51:23# 127. lþ. 86.7 fundur 562. mál: #A stjórn fiskveiða# (veiðigjald o.fl.) frv., ÁSJ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 86. fundur, 127. lþ.

[18:51]

Árni Steinar Jóhannsson (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég tók eftir því í málflutningi hv. þm. að hún talaði um að inni í endurskoðunarnefndinni hefði verið talað um fiskvinnslukvóta. Hv. þm. sagðist sakna þess að hafa ekki séð það í þessum breytingum á lögunum. Þá vil ég spyrja hv. þm., úr því að hún telur okkur í stjórnarandstöðunni svona þröngsýn, hvort þingmaðurinn hafi kynnt sér tillögur Vinstri hreyfingarinnar -- græns framboðs um endurskoðun á sjávarútvegsstefnunni. Þar er einmitt að finna tillögur sem væru þingmanninum að skapi, um möguleika fiskvinnslunnar til að hafa kvóta.