Stjórn fiskveiða

Mánudaginn 04. mars 2002, kl. 21:39:06 (5515)

2002-03-04 21:39:06# 127. lþ. 86.7 fundur 562. mál: #A stjórn fiskveiða# (veiðigjald o.fl.) frv., GAK (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 86. fundur, 127. lþ.

[21:39]

Guðjón A. Kristjánsson (andsvar):

Herra forseti. Ég hélt að ég hefði talað alveg skýrt. Ég var að tala um að gjaldið gæti verið mismunandi íþyngjandi eftir útgerðarformum eða veiðiaðferðum sem snúa að nýtingu ákveðinna tegunda eða ákveðnum útgerðarflotum eins og smábátunum.

Mér finnst að ráðherrann sé hálfpartinn að reyna að snúa út úr þessu fyrir mér og ég trúi því ekki að hann skilji ekki hvað ég á við. (Gripið fram í: Ekki útiloka það.) Ég á kannski ekki að útiloka það, er gripið hér fram í af einum hv. þm., en ég ætla samt að leyfa mér að hafa þá skoðun að ráðherrann skilji þetta, en sé nú hálfpartinn að reyna að snúa út úr þessu.