Stjórn fiskveiða

Þriðjudaginn 05. mars 2002, kl. 15:57:41 (5584)

2002-03-05 15:57:41# 127. lþ. 87.1 fundur 562. mál: #A stjórn fiskveiða# (veiðigjald o.fl.) frv., EOK (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 87. fundur, 127. lþ.

[15:57]

Einar Oddur Kristjánsson (andsvar):

Herra forseti. Við horfumst í augu við þetta og það þýðir ekkert að vera að berja hausnum við steininn: Hvers virði væri íslensk útgerð ef hún hefði ekki þennan veiðirétt á Íslandsmiðum? Hún væri einskis virði nánast. Það er brotajárnsverð. Og hvað yrði þá um veðin?

Við skulum bara horfast í augu við þetta, alveg sama hvort mönnum líkar betur eða verr við einhverja útgerðarmenn eða telja það réttlátt eða óréttlátt. Ef við tökum veiðiréttinn á Íslandsmiðum af íslenskri útgerð þá bókstaflega hrynur íslenskt efnahagskerfi. Þetta er nú ekkert mjög flókið.

Verkefnið sem liggur fyrir er alveg augljóst þó það sé erfitt. Við verðum að reyna að endurskilgreina þetta þannig að við göngum um auðlindina í þeirri von að hún geti skilað okkur meiri arði, þeim arði sem við höfum vænst að hún gæti skilað og hefur reyndar skilað okkur í ár og áratugi.