Stjórn fiskveiða

Þriðjudaginn 05. mars 2002, kl. 16:07:53 (5591)

2002-03-05 16:07:53# 127. lþ. 87.1 fundur 562. mál: #A stjórn fiskveiða# (veiðigjald o.fl.) frv., LB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 87. fundur, 127. lþ.

[16:07]

Lúðvík Bergvinsson (andsvar):

Virðulegi forseti. Þetta kallar ekki á langt andsvar en mér heyrðist á svari hv. þm. að hugmyndir hans gangi út á að einhvers konar vinnuhópur verði skipaður, einhvers konar nefnd, til að breyta kerfinu á þann hátt að upp verði tekið einhvers konar sóknareiningakerfi þannig að það er alveg hárrétt niðurstaða hjá mér að hv. þm. vilji setja þetta vandamál í nefnd.