Stjórn fiskveiða

Þriðjudaginn 05. mars 2002, kl. 18:03:56 (5621)

2002-03-05 18:03:56# 127. lþ. 87.1 fundur 562. mál: #A stjórn fiskveiða# (veiðigjald o.fl.) frv., ÁSJ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 87. fundur, 127. lþ.

[18:03]

Árni Steinar Jóhannsson (andsvar):

Virðulegi forseti. Hv. 1. þm. Norðurl. e. gerði lítið úr tillögum Vinstri grænna hvað varðar breytingar á sjávarútvegsstefnunni. Þá vil ég spyrja hv. þm.: Nú vill hann standa fyrir óbreyttu kerfi og það horfir ekkert vel með okkar verðmætustu tegundir, er hann reiðubúinn að keyra málin óbreytt áfram næstu tíu árin? Eins og hv. þm. Einar Oddur Kristjánsson talaði um í ræðustóli fyrr að við værum að fljóta að feigðarósi og stæðum e.t.v. við frammi fyrir því að eyðileggja þorskfiskstofnana ef við breyttum ekki um kerfi, er hv. þm. þá tilbúinn að bíta það í sig að keyra þetta áfram þangað til allt fer í þrot hvað varðar fiskinn í sjónum?